Fann heimatilbúna sprengju

Hér má sjá sprengjuna sem er litlu minni en penni.
Hér má sjá sprengjuna sem er litlu minni en penni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Einstaklingur sem var í göngutúr í Reykjanesbæ í dag gekk fram á hlut sem reyndist vera heimatilbúin sprengja. Sprengjan var samsett úr flugeldum og barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um málið. 

„Við viljum benda foreldrum á að brýna fyrir börnum sínum hversu hættulegt það er að eiga við flugelda líkt og búið var að gera hér. Einnig geta gamlir flugeldar sem hafa ekki verið geymdir við réttar aðstæður reynst mjög varasamir“, segir í Facebook-færslu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 

„Förum gætilega með flugelda, alltaf.“

mbl.is