„Virðum sóttkví – það er dauðans alvara!“

Lögreglumenn voru vel búnir fyrir aðgerðirnar í gær.
Lögreglumenn voru vel búnir fyrir aðgerðirnar í gær. Ljósmynd/Lögreglan

Virðum sóttkví – það er dauðans alvara!“ er yfirskrift facebookfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hún brýnir fyrir almenningi í innleggi hve alvarlegt það geti verið að brjóta sóttkví.

Þá segir hún að hún hafi haft afskipti af þremur erlendum ferðamönnum á veitingastað í miðbænum í gær sem áttu að vera í sóttkví. Fólkið var handtekið og sektað um 250 þúsund hvert. Ferðamennirnir eru á leið af landi brott í dag.

Grunur um brotavilja frá upphafi

Að því er fram kemur í frétt Vísis, segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að málinu hafi lokið með sektargreiðslu. Hann segir að grunur hafi kviknað strax við komu fólksins til landsins að þau myndu ekki virða reglur um sóttkví. Svo þegar heimsækja átti fólkið á dvalarstað þeirra til þess að brýna fyrir þeim reglurnar, voru þau ekki á staðnum.

Ásgeir vildi ekki segja nánar frá því í hverju sá grunur fólst en segir við Vísi að margt megi lesa úr fasi og tilsvörum fólks við komuna til landsins. 

Vel vörnum búnir

Í Facebook-færslu lögreglunnar er almenningur síðan minntur á að reglur um sóttkví séu dauðans alvara. Fylgi fólk ekki þeim reglum geti það verið að stofna heilsu samborgara sinna í hættu líkt og í tilfelli ferðamannanna þriggja.

Á mynd lögreglunnar sjást vo lögregluþjónarnir sem höfðu afskipti af ferðamönnunum í fullum sóttvarnaskrúða, enda í þann mund að handtaka fólk sem átti að vera í sóttkví.

Virðum sóttkví - það er dauðans alvara! Afskipti voru höfð af þremur erlendum ferðamönnum á veitingahúsi í...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunnudagur, 27. september 2020



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert