Vita loks hver ók bílnum

Jepplingurinn kom á mikilli ferð, kastaðist upp í loft og …
Jepplingurinn kom á mikilli ferð, kastaðist upp í loft og lenti á kyrrstæðum bíl sem nær gjöreyðilagðist. Víkurfréttir/Himar Bragi Bárðarson

Nú liggur fyrir hver ók jepplingum sem valt í Reykjanesbæ í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að jepplingurinn og tveir aðrir bílar skemmdust töluvert.

Þrír voru í haldi lögreglu í kjölfar slyssins grunaðir um ölvunarakstur, en ekki tókst í fyrstu að fá upp úr þeim hver hafði ekið bílnum. 

Nú liggur það fyrir og segir lögreglan á Suðurnesjum því að rannsókn málsins sé að mestu lokið. Einungis sé niðurstöðu blóðrannsókna beðið.

mbl.is