Bæjarstjóri Fjarðabyggðar hættir

Í Fjarðabyggð.
Í Fjarðabyggð.

Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur óskað eftir að láta af störfum. Samþykkt hefur verið að verða við ósk Karls Óttars og hefur hann þegar lokið störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 

Í tilkynningunni er Karli Óttari þakkað fyrir vel unnin störf og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni. Bæjarráð Fjarðabyggðar fundar síðdegis í dag og mun senda frá sér yfirlýsingu að loknum fundi.

mbl.is