Boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til reglulegs fundar á Bessastöðum í dag, mánudag, klukkan 15.00.

Þingsetning verður fimmtudaginn 1. október og stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana að kvöldi sama dags.

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp 2021 og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða aðalmál 2. viku þingsins og hefst umræðan mánudaginn 5. október.

mbl.is