Brúar Blöndu á nýjan leik

Hrútey þykir einstök útivistarperla í miðri jökulánni og margir leggja …
Hrútey þykir einstök útivistarperla í miðri jökulánni og margir leggja þangað leið sína. Með uppsetningu gömlu brúarinnar batnar aðgengi. Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson/Blönduósbær

Nú hillir undir að gamla Blöndubrúin verði að nýju sett upp og tengi Hrútey við land. Brúin var upphaflega vígð árið 1897 og var fyrsta fasttengda brú landsins og er meðal elstu samgöngumannvirkja á landinu.

Hrútey er í miðri jökulánni í útjaðri byggðar á Blönduósi og vinsæl til útivistar meðal heimamanna og ferðafólks.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu  í dag segir Valdimar Hermannsson sveitarstjóri að unnið hafi verið að verkefninu í nokkur ár. Leyfi Vegagerðarinnar, sem á brúna, til að nota hana sem göngubrú liggur fyrir og sömuleiðis jákvæð afstaða Umhverfisstofnunar.

Hann segir að verkefnið sé kostnaðarsamt og áætlar Valdimar að alls kosti framkvæmdin um 80 milljónir króna. Framlög hafa fengist frá Vegagerðinni og framkvæmdasjóði ferðamannastaða og skipta þau sköpum við verkefnið, sem Blönduósbær fjármagnar að öðru leyti. Valdimar vonast eftir framlagi frá sjóðnum á næsta ári til að hægt sé að ljúka framkvæmdinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert