Ferðaþjónustukreppa að mati ASÍ

Ferðamenn á þönum.
Ferðamenn á þönum. mbl.is/Hari

„Við vitum það að ferðaþjónustan er að taka höggið núna og launalækkanir eru ekki að fara að búa til fleiri störf þar. Að því leyti er þetta mjög sérstök kreppa. Við höfum stutt ýmis úrræði stjórnvalda og það eru verkefni sem eru óháð kjarasamningunum,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, um stöðuna í efnahagsmálum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, telur að sú söguskoðun að fyrst og fremst sé um að ræða kreppu ferðaþjónustunnar standist ekki. „Ég hef lýst því yfir við forseta ASÍ, bæði í einrúmi og hjá ríkissáttasemjara, að við séum tilbúin í að skoða allar leiðir. Ég hef ekki fengið umræður um einn einasta lið. Í fyrsta lagi er þetta ekki kreppa sem er takmörkuð við ferðaþjónustuna. Það er rétt að áhrifin eru mest þar, en hennar gætir víðsvegar í atvinnulífinu. Í könnunum meðal félagsmanna okkar kemur í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur orðið fyrir miklum áhrifum af kórónuveirunni. Þetta er því einhvers konar söguskoðun sem aldrei hefur komið fram á fundum ASÍ og SA og ég hafna alfarið,“ segir Halldór.

SA vill bregðast við

Í dag fer fram atkvæðagreiðsla á meðal forsvarsmanna fyrirtækja um það hvort segja beri upp samningum á vinnumarkaði vegna forsendubrests. Samhliða verður greining SA á efnahagsmálum kynnt félagsmönnum. Í henni segir m.a. að áætlað sé að tekjur atvinnulífsins á næsta ári verði 300 milljörðum króna lægri árið 2021 en gert var ráð fyrir þegar lífskjarasamningur var undirritaður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert