Komu í veg fyrir stórbruna

Rétt viðbrögð komu í veg fyrir stórbruna hjá Matfugli í Mosfellsbæ í dag, segir Stefnir Snorrason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldur kviknaði í stórum ofni (e. broiler) þar sem mikil fitusöfnun er og því var töluverð hætta á ferðum. Starfsfólk og slökkviliðsmenn náðu hinsvegar fljótt tökum á eldinum og aðstæðum.

Vel á annað hundrað manns vinna hjá Matfugli og vel gekk að rýma húsið þegar ljóst var að eldur hefði komið upp. Engan sakaði og engin lifandi dýr munu hafa verið í húsinu þegar eldurinn kom upp. Mikill viðbúnaður var á vettvangi enda mikill eldsmatur á staðnum og vinnustaðurinn fjölmennur.

Í myndskeiðinu má sjá myndir af vettvangi og viðtal við Stefni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert