Mun færri legudagar en áður

Bráðamóttaka Enginn á að þurfa að dvelja þar lengur en …
Bráðamóttaka Enginn á að þurfa að dvelja þar lengur en í 24 klukkustundir, að sögn Ólafs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðalfjöldi legudaga á bráðamóttöku, sem eiga helst ekki að fyrirfinnast, hefur dregist verulega saman á milli ára, eða um 48,5%, á tímabilinu janúar til ágúst. Fjöldi legudaga á legudeildum og bráðadeild í Fossvogi hefur dregist saman um 7,7%.

Legudagar á bráðamóttöku voru 5.221 frá janúar til ágúst á síðasta ári en 2.688 á þessu ári og fækkar þeim því um 2.533 á milli ára, að því er fram kemur í starfsemisupplýsingum Landspítalans fyrir tímabilið.

Covid líklega helsta ástæðan

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Landspítala, segir að helst megi ætla að um sé að ræða áhrif Covid sem og verkefni sem farið hefur verið í til þess að taka á flæðisvanda bráðamóttöku, vanda sem er til dæmis tilkominn vegna skorts á hjúkrunarrýmum.

„Ef við horfum fyrst á fjölda legudaga á legudeildum og bráðadeild í Fossvogi þá hefur Covid ábyggilega áhrif á þær tölur og líklegast að það sé helsta orsökin fyrir þeirri fækkun,“ segir Ólafur.

„Ef við lítum síðan á legudaga á bráðamóttöku, sem eiga í raun ekki að vera til – það á enginn að vera lengur en 24 tíma á bráðamóttöku – þá er veruleg fækkun þar. Í viðleitni til að útskýra það myndi ég nefna tvær ástæður. Í fyrsta lagi verkefni sem sett hafa verið á dagskrá til þess að taka á flæðisvandanum á bráðamóttökunni hér innanhúss og svo einhver fjölgun rýma utan spítalans.“

Þau síðarnefndu varða hjúkrunarrými sem hafa verið opnuð við Sléttuveg.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert