Níu í sóttkví í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með staðfest smit af COVID-19 og er nú í einangrun. Níu einstaklingar eru í sóttkví í Eyjum, að því er lögreglan greinir frá.

„Aðgerðastjórn ítrekar nú sem fyrr mikilvægi þess að bæjarbúar gæti vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum og almennum smitvörnum. Þá hvetur aðgerðastjórn bæjarbúa til að sækja C-19 smitrakningarapp almannavarna. Aðilum með flensueinkenni er bent á að halda sig heima og hafa samband við heilsugæsluna til að fá leiðbeiningar s.s. um þörf á sýnatöku,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert