Þorsteinn áfrýjar til Landsréttar

Landsréttur.
Landsréttur. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Þorsteinn Halldórsson, sem fékk dóm upp á þriggja og hálfs árs hegningarauka í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti, hefur áfrýjað málinu til Landsréttar. Þetta má sjá á málaskrá dómstólsins.

Með dóminum í ágúst hafði Þorsteinn verið dæmdur í samtals níu ára fangelsi fyrir brot gegn tveimur piltum, en áður hafði hann hlotið fimm og hálfs árs dóm fyrir brot gegn öðrum pilti. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í sjö ára fangelsi í málinu, en Landsréttur mildaði þann dóm niður í fimm og hálft ár. Engu að síður er um er að ræða einn þyngsta dóm sem sak­born­ing­ur hef­ur hlotið fyr­ir kyn­ferðis­brot hér­lend­is.

Í málinu sem nú er fyrir dómstólum var Þorsteinn ákærður fyrir 50 kynferðisbrot gegn piltinum, en brotin stóðu meðan pilturinn var á aldrinum 14 til 17 ára. Þá sendi Þorsteinn kynferðislegar myndir af piltinum til óþekktra aðila á samfélagsmiðlum.

Voru brot Þorsteins keimlík þeim brotum sem hann hafði verið dæmdur fyrir í fyrra málinu.

For­eldr­ar pilts­ins sem Þor­steinn var í fyrra dæmd­ur fyr­ir að hafa brotið á ræddu ít­ar­lega um málið í sam­tali við mbl.is í fe­brú­ar árið 2018, þar sem þau lýstu sinni reynslu af því of­beldi sem Þor­steinn beitti son þeirra. Þar sögðu for­eldr­arn­ir m.a. að Þor­steinn hefði út­vegað drengn­um fíkni­efni og setið um hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert