Skólastarfið áskorun og haldið utan um nemendur

Nemendur við skólann eru nú um 540, þar af rösklega …
Nemendur við skólann eru nú um 540, þar af rösklega 200 í 1. bekknum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við núverandi aðstæður er skólastarfið talsverð áskorun. Mér finnst þó nemendur, kennarar sem og annað starfsfólk hafa sýnt ótrúlega þrautseigju við að halda sjó,“ segir Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri.

Alls eru nú um 540 nemendur við skólann, þar af rúmlega 200 í 1. bekk. Þeir mæta daglega í skólann, þar sem vel er gætt að fjarlægðarreglu og sóttvörnum. Nemendur í 2. og 3. bekk koma annan hvern dag í skólahúsin og 2. bekkur reyndar ögn oftar. Skólahúsunum er skipt upp í hólf og svæði til að fyrirbyggja smit. Sama er gert í heimavistarhúsi skólans.

„Við reynum eftir megni að halda vel utan um nemendur, svo þeir hverfi ekki frá námi, sem óneitanlega er hætta á þegar skólahald er ekki með eðlilegu móti. Sérstaklega er hætta á slíku hjá nýnemum enda gætum við sérstaklega að þeim hópi með öflugu starfi stoðhóps þar sem eru námsráðgjafar, sálfræðingur og fleiri. Þetta hefur líka skilað því að fáir hafa horfið frá námi á haustönninni,“ segir Jón Már, í umfjöllun um skólastarfið í Morgunblaðinu í dag.

Jón Már Héðinsson skólameistari MA.
Jón Már Héðinsson skólameistari MA. Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert