Telja svigrúm lítið sem ekkert

Tjaldsvæði á Suðurland i.
Tjaldsvæði á Suðurland i. mbl.is/Sigurður Bogi

Könnun sem Maskína lagði fyrir forsvarsmenn fyrirtækja sem eiga aðild að SA dagana 19.-24. ágúst leiddi í ljós að ríflega 90% þeirra telja ekkert, mjög lítið eða fremur lítið svigrúm til launahækkana um næstu áramót.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í efnahagsgreiningu SA sem kynnt verður félagsmönnum í dag. Eins mun í dag fara fram atkvæðagreiðsla um hvort segja beri upp lífskjarasamningnum.

Í kynningunni segir einnig að þess sé vænst að verðmætasköpun verði ríflega 300 milljörðum króna minni á árinu 2021 en gert var ráð fyrir við undirritun samninga. „Lítil sem engin innistæða er fyrir 45 milljarða króna launahækkunum við núverandi aðstæður,“ segir í kynningu.

ASÍ hefur ekki viljað koma að samningaborðinu til þess að ræða nýjar útfærslur á boðuðum launahækkunum, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »