Aldursviðmið kynskráningar verði 15 ára

Frá gleðigöngu hinsegin daga í Reykjavík árið 2018.
Frá gleðigöngu hinsegin daga í Reykjavík árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aldursviðmið til að breyta opinberri skráningu kyns verður miðað við 15 ára aldur í stað 18 ára nái frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þess efnis fram að ganga. Ríkisstjórnin hefur afgreitt þrjú frumvörp forsætisráðherra um rétt fólks með kynhlutlausa skráningu, transfólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, og verða þau lögð fyrir Alþingi.

Í öðru frumvarpinu er réttur barna sem fæðast með „ódæmigerð kyneinkenni“ varinn gegn ónayðsynlegum skurðaðgerðum, og þannig staðinn vörður um líkamlega friðhelgi þeirra, eins og segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Í þriðja lagi er lagt fram frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum til að tryggja lagaleg réttindi fólks með kynhlutlausa skráningu og transfólks.

Skipað sér í fremstu röð

Katrín Jakobsdóttir segir að um mikilvægar réttarbætur sé að ræða fyrir þennan hóp fólks, þar sem kynskráning þeirra er viðurkennd að fullu og jafnræðis gætt að lögum.

Þær breytingar sem felast í frumvörpunum þremur koma til vegna laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi sumarið 2019. Með löggjöfinni skipaði Ísland sér í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks,“ segir Katrín.

Ísland er í 14. sæti Evrópulanda yfir réttindastöðu hinsegin fólks samkvæmt regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA-Europe) en Ísland hækkaði um fjögur sæti frá árinu á undan eftir að lög um kynrænt sjálfræði voru samþykkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert