Fjórar hópuppsagnir tilkynntar

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, staðfestir í samtali við mbl.is að …
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, staðfestir í samtali við mbl.is að fjögur fyrirtæki hafi tilkynnt um hópuppsagnir í september. Ljósmynd/Lögreglan

Vinnumálastofnun hafa borist tilkynningar um hópuppsagnir hjá fjórum fyrirtækjum þar sem alls 149 starfsmönnum hefur verið sagt upp í september eða verður sagt upp um mánaðamótin. Um er að ræða þrjú ferðaþjónustufyrirtæki og eitt fyrirtæki í byggingageiranum. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is.

Fyrirtækjum er skylt að tilkynna um hópuppsagnir samkvæmt 1. grein laga um hópuppsagnir, þar sem kveðið á um að þau gildi um uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum af ástæðum sem ekki tengjast hverjum þeirra um sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert