Gripu ofbeldismann á hlaupum

Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í kvöld.
Tilkynnt var um líkamsárás í miðbænum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan var kölluð til í miðbæ Reykjavíkur í kvöld þar sem maður lamdi annan mann með barefli.

Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn á bak og burt en hann náðist nokkru síðar á hlaupum. Þolandinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Í Garðabæ var maður stöðvaður við akstur og reyndist hann undir áhrifum fíkniefna.

Þá var tilkynnt um rúðubrot í Ártúnsskóla og er málið í rannsókn.

mbl.is