Hugnast ekki orðræða verkalýðsforystunnar

Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ekkert launungarmál að orðræðan er beinskeyttari og samskiptin líka. Það er heldur engin launung að ég gaf ekki kost á mér á sínum tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyrir svona stefnu og framgöngu. Ég vildi nálgast hlutina öðruvísi og gerði það. Þetta kemur mér því ekkert á óvart.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Vísar hann í máli sínu til orðræðu og framkomu verkalýðsforingja.

Eins og áður hefur komið fram skoðar forysta Samtaka atvinnulífsins (SA) nú að segja upp lífskjarasamningnum. Hafa samtökin lýst því yfir að algjör forsendubrestur hafi átt sér stað á vinnumarkaði. Eftir fund með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar í gær var þó tekin ákvörðun um að fresta atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna til hádegis í dag. Úrslit munu liggja fyrir á morgun.

Segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag, að staðan á vinnumarkaði sé mjög snúin. Hún sé þó ekki óþekkt, en áhyggjuefni er að aðilar ræðist ekki við. „Það hefur alltaf verið talsamband milli samtakanna þannig að hægt sé að máta hugmyndir. Miðað við fréttir virðist svo ekki vera og það eitt og sér endurspeglar alvarleika stöðunnar,“ segir Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »