Langflest ný smit á Íslandi

Skjáskot af Sóttvarnastofnun Evrópu.

Hvergi á Norðurlöndunum eru jafn mörg ný kórónuveirusmit á hverja 100 þúsund íbúa og á Íslandi samkvæmt nýjum tölum frá Sóttvarnastofnun Evrópu.

Á Íslandi eru 138,7 ný smit síðustu 14 daga á 100 þúsund íbúa. Næst á eftir kemur Danmörk með 125 smit, Svíþjóð 42,7, Noregur er með 29 smit og Finnland er með 20,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar.

Á covid.is er nýgengi innanlandssmita nú 135,1 samkvæmt covid.is og nýgengi landamærasmita 6,8.

Með ný­gengi er átt við fjölda smita sem greinst hafa síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa. Sótt­varna­stofn­un­ Evrópu safn­ar slík­um töl­um sam­an frá öll­um Evr­ópu­ríkj­um, sem nota þau síðan við ákvörðun um sótt­varn­aráðstaf­an­ir ferðamanna og ferðaráð til eig­in íbúa.

Ef horft er á Evrópu í heild er Ísland í sjöunda sæti yfir fjölda smita. Aðeins Spánn (329,2 smit), Tékkland (269,1), Frakkland (231,9), Lúxemborg (184,4), Holland (179,9) og Belgía (175) eru með fleiri smit á hverja 100 þúsund íbúa. 

Alls eru 525 í einangrun á Íslandi með COVID-19-smit og frá 28. febrúar hafa verið staðfest 2.625 COVID-19-smit á Íslandi. 

mbl.is