Ógnuðu með eggvopni og stálu

mbl.is/Eggert

Tveir menn réðust á mann, ógnuðu honum með eggvopni og stálu bifreið hans síðdegis í gær. Í nótt voru þeir handteknir eftir að hafa ógnað starfsmanni verslunar með eggvopni en hann hafði staðið þá að þjófnaði. 

Mennirnir ógnuðu og stálu bifreið mannsins í Kópavoginum á sjötta tímanum í gær. Rúmum hálftíma síðar höfðu þeir ekið aftan á aðra bifreið á Breiðholtsbraut og stungið akandi af vettvangi.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt til lögreglu um mennina tvo að stela vörum í verslum í Kópavoginum. Þegar starfsmaður verslunarinnar reyndi að hafa afskipti af þeim hótuðu þeir honum og yfirgáfu verslunina. Mennirnir komu skömmu síðar aftur inn í verslunina þar sem þeir töldu sig hafa týnt bíllyklum og ógnuðu stafsmanni með eggvopni. 

Lögregla kom skömmu síðar á vettvang og handtók mennina. Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert