Sigríður ræðir við sóttvarnalækni Svíþjóðar

Sigríður Á. Andersen.
Sigríður Á. Andersen. mbl.is/Arnþór

Sigríður Á. Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi dómsmálaráðherra og núverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis, mun ræða við Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, á morgun.

Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Facebook-síðu Sigríðar, en þetta tilkynnti hún síðdegis í gær.

Segir Sigríður Svíþjóð hafa „farið nokkuð aðra leið en flest önnur lönd í viðbrögðum“ við COVID-19. Ísland hafi að mörgu leyti fetað í sömu spor, að minnsta kosti framan af.

Hins vegar hafi Svíþjóð haldið sínu striki en Ísland að sumu leyti hert nokkuð á sóttvarnaaðgerðum.

„Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar ætlar að segja mér fréttir frá Svíþjóð og svara a.m.k. tveimur spurningum sem brenna á mér þessa dagana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert