Færri bílum fargað

Bílum til förgunar hefur fækkað í ár frá í fyrra.
Bílum til förgunar hefur fækkað í ár frá í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir að nokkru færri bílum verði skilað til förgunar í ár en síðustu ár þegar metfjöldi bifreiða var endurunninn. Samkvæmt áætlun gætu um tíu þúsund bílar komið til meðhöndlunar í ár, en þeir voru 11.635 í fyrra.

Meðalaldur ökutækja sem skilað er til úrvinnslu hefur farið hækkandi undanfarin ár og samkvæmt yfirliti frá 2007 hefur meðalaldur bíla sem skilað er til endurvinnslu aldrei verið hærri en fyrstu sex mánuði þessa árs eða 17,5 ár. Fjögur ár þar á undan var meðalaldurinn um 17 ár og fór lægst í 13,7 árið 2008.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri úrvinnslusjóðs, að mikill innflutningur hafi verið á nýjum bílum á árunum 2015-2019 og samtímis hafi skil á gömlum ökutækjum aukist. Hann segist hafa áætlað að heldur myndi draga úr skilum á bifreiðum til endurvinnslu í ár og það hafi gengið eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert