Flest smita meðal Íslendinga

Skimun á landamærunum.
Skimun á landamærunum. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Flest smit sem greinst hafa á landamærunum eru meðal Íslendinga eða 32 af 110 einstaklingum þar sem ríkisfang var skráð. Alls voru 23 Pólverjar smitaðir og 13 Rúmenar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um fjölda og ríkisfang kórónuveirusmitaðra.

Ríkisfang var skráð hjá 110 af 119 einstaklingum sem höfðu greinst á landamærunum til 18. september.

Fimm Frakkar og fjórir Albanar hafa reynst smitaðir við komuna hingað til lands. Þrír Bretar, 3 Króatar og fjórir Tékkar. Aðeins einn til tveir hafa greinst frá öðrum löndum sem eru tiltekin í svari Svandísar.

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Bragi spurði einnig út í skiptingu þeirra sem greinst hafa með innanlandssmit af kórónuveiru eftir ríkisfangi?

Af þeim eru 2.075 Íslendingar, 8 Danir og þrír Svíar. Aðrir eru aðeins örfáir frá hverju ríki en tölurnar ná aftur til 18. september.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina