Flutningabíll þverar hringveginn

Ljósmynd/Aðsend

Flutningabíll þverar þjóðveg 1 norðan við Grundartanga en sunnan Akrafjallsvegar. Allri umferð um þjóðveg 1 er því beint út fyrir Akrafjall um veg 51 meðan leyst verður úr málum með flutningabílinn samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Ekki er hægt að ná sambandi við lögregluna á Vesturlandi þar sem allir lögreglumenn eru að störfum þannig að frekari upplýsingar um málið er ekki að fá að svo stöddu.

mbl.is