Úthluta auknu fé úr Jöfnunarsjóði

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum króna til viðbótar í …
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum króna til viðbótar í ár vegna þjónustu við fatlað fólk. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum króna til viðbótar í ár vegna þjónustu til fatlaðs fólks. Byggir úthlutunin á gögnum sem safnað var frá þjónustusvæðum og er í samræmi við fyrirhugaða aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að vinnu viðbragðsteymis stjórnvalda um þjónustu við viðkvæma hópa.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkti tillögu ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs um að úthluta viðbótarframlaginu þann 25. september síðastliðinn. Viðbótarframlaginu er ætlað að koma til móts við aukinn kostnað þjónustusvæða vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert