36 smit innanlands í gær

Þriðja bylgja faraldursins hefur haft talsvert mikil áhrif á líf …
Þriðja bylgja faraldursins hefur haft talsvert mikil áhrif á líf landsmanna að undanförnu og mikill kraftur hefur verið settur í sýnatöku. mbl.is/Hallur Már

36 smit greind­ust inn­an­lands í gær, þar af var 31 smit greint í sýna­töku Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og Land­spít­al­ans, en 3 eft­ir sótt­kví­ar- og handa­hófs­skiman­ir. Þá voru 2 smit sem greindust í sérstökum skimunum Íslenskrar erfðagreiningar. Af þeim sem greind­ust voru 20 í sótt­kví og 16 utan sótt­kví­ar.

Sam­tals voru tek­in 2.229 sýni í gær.

11 eru nú á sjúkra­húsi vegna far­ald­urs­ins, en voru í gær átta. Þá eru tveir á gjör­gæslu, en það í gærkvöldi voru þrír á gjörgæslu. Sam­tals eru nú 1.697 í sótt­kví og fækkar lítillega á milli daga. Þá er 582 í ein­angr­un og fjölg­ar um 31 þar á milli daga.

Ný­gengi inn­an­lands­smita mæl­ist nú 145,4, en það er 14 daga ný­gengi á hverja 100 þúsund íbúa.

mbl.is