Áfengi, tóbak og útvarpsgjald hækka

Krónutölugjöld hækka um 2,5% um áramót, samkvæmt fjárlagafrumvarpi.
Krónutölugjöld hækka um 2,5% um áramót, samkvæmt fjárlagafrumvarpi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Krónutölugjöld verða hækkuð um 2,5% á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hækkunin er undir ársverðbólgu sem mælist 3,2%. Undir krónutölugjöld falla áfengis- og tóbaksgjöld, bensíngjald og bifreiða- og kílómetragjald.

Sömuleiðis verða nefskattarnir tveir, útvarpsgjald og gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra, hækkaðir um 2,5%. Verður útvarpsgjald því 18.350 krónur en gjald í framkvæmdasjóð aldraðra 12.000 krónur.

Gert er ráð fyrir að þessar breytingar skili ríkissjóði tveimur milljörðum aukalega á ársgrundvelli.

Áfengisgjald er greitt af hverjum sentilítra hreins áfengis umfram 2,25% af rúmmáli. Krónutalan ræðst þó einnig af tegund drykkjar og verður eftir breytingu 128,79 krónur af bjór, 117,31 króna af áfengjum drykkjum undir 15% að styrk, 158,77 krónur af öðru áfengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina