Borgaskóli lokar vegna smits

Borgaskóli.
Borgaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borgaskóla í Grafarvogi í Reykjavík hefur nú lokað tímabundið vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni skólans. Að sögn Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, er skólinn nú sá eini í Reykjavík sem er við skerta starfsemi.

Allir starfsmenn skólans hafa verið settir í sóttkví og eru allir nemendur sjöunda bekkjar einnig í sóttkví. Aðrir nemendur fá kennslu í gegnum fjarfundabúnað.

Helgi segir í samtali við mbl.is að frístundastarf hafi verið aukið fyrir nemendur í fyrsta og örðum bekk og að félagsmiðstöð fyrir miðstig verði haldið opið. Starfsmenn þar eru ekki taldir útsettir fyrir smiti þar sem þeir starfa ekki inann skólans á skólatíma nema að litlu leyti og nota ekki sömu aðstöðu og starfsmaðurinn sem smitaðist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert