Erfða- og fjármagnstekjuskattur lækka

Skattar á fjármagnseigendur og erfingja mun lækka.
Skattar á fjármagnseigendur og erfingja mun lækka. Ljósmynd/Aðsend

Skattleysismörk erfðafjárskatts verða hækkuð úr 1,5 milljón króna í 5 milljónir króna á næsta ári. Frá þessu greindi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í morgun er hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs.

Erfðafjárskattur er 10% og leggst á allan arf umfram frítekjumarkið, sem nú er 1,5 milljón króna. Með hækkun frítekjumarksins í 5 milljónir króna lækkar skatturinn því, en gert er ráð fyrir að ríkissjóður verði af 500 milljónum króna á ári vegna þessa. Skatturinn skilar 4,8 milljörðum krónum skv. fjárlögum ársins í ár en 3,7 milljörðum á því næsta, en lækkun umfram 500 milljónir skýrast af öðrum þáttum svo sem ívilnun til þriðja geirans sem rekin er hér að neðan.

Einnig eru fyrirhugaðar breytingar á lögum um fjármagnstekjuskatt. Tillaga að útfærslu hefur ekki verið birt, en á blaðamannafundi í morgun sagði Bjarni að með þeim ætti að miða skattstofn fjármagnstekna við raunávöxtun í stað nafnávöxtunar.Þær breytingar eiga að lækka tekjur ríkisins um 2,1 milljarð króna.

Þá boðaði Bjarni einnig ívilnanir við félög sem starfa í þágu almannaheilla, svokallaðan  „þriðja geira“ en undir hann fellur góðgerðarstarfsemi og ýmis sjálfboðarstarfsemi. Fælust þær í nokkrum tegundum skattastyrkja sem ná til erfðafjárskatts, fjármagnstekjuskatts, stimpilgjalds, tekjuskatts og virðisaukaskatts. Kostnaður við þær ívilnanir er áætlaður 2,1 milljarður króna á ári.

mbl.is