Hertar aðgerðir verði ekki kynntar í dag

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Ekki stendur til að kynna hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í dag, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 36 innanlandssmit veirunnar greindust í gær. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa hefur hækkað dag frá degi og stendur nú í 145,4.

Þórólfur segir að heilbrigðisyfirvöld horfi á hertari aðgerðir með sama hætti og áður en eins og fram kom í samtali við Þórólf á mbl.is í gær telur hann ólíklegt að almennar aðgerðir í samfélaginu, eins og gripið var til í fyrstu bylgju faraldursins, myndu skila sama árangri nú og þær gerðu þá. 

„Ég held að jafn­vel þó við mynd­um grípa til harðari aðgerða þá er ekki víst að við mynd­um sjá sama ár­ang­ur og við sáum í vet­ur vegna þess að aðstæðurn­ar eru bara allt aðrar. Það er meiri dreif­ing á veirunni í sam­fé­lag­inu held­ur en þá var. Þá feng­um við þessa hröðu fjölg­un með flug­vél­un­um sem komu hérna inn á nokk­urn veg­inn sama tíma þannig að við erum að sjá allt aðrar aðstæður,“ sagði Þórólfur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert