Samkomulag hefur náðst milli ríkis og sveitarfélaga

Samkomulagið var undirritað í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær. Trúnaður ríkir …
Samkomulagið var undirritað í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær. Trúnaður ríkir um efni þess. mbl.is/Arnþór Birkisson

Samkomulag hefur náðst í viðræðum ríkisins og sveitarfélaga um fjármálaleg samskipti sem staðið hafa yfir að undanförnu. Var það undirritað í fjármálaráðuneytinu síðdegis í gær.

Trúnaður ríkir um efni þess þar til fjármála- og efnahagsráðherra kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs og nýja ríkisfjármálaáætlun í dag. Þá verður samkomulagið og erfið staða sveitarfélaganna í brennidepli á tveggja daga fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem hefst í dag.

Fram hefur komið að mikil umskipti til hins verra hafa orðið í rekstri sveitarfélaga og mikið tekjufall blasir við. Frávik í rekstri sveitarfélaga frá áætlunum líðandi árs námu í ágústlok alls 33 milljörðum kr.

Fjármálaráðstefnan verður haldin með breyttu sniði og fer fram á netinu vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefst á hefðbundinn hátt með ávörpum. Haldnir verða nokkrir örfundir og verða fundir sendir út í gegnum fjarfundaforrit á netinu. Nokkrir örfundir verða svo á föstudögum í október um þematengd málefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert