Smit hjá Rúmfatalagernum

Smit kom upp hjá starfsmanni Rúmfatalagersins.
Smit kom upp hjá starfsmanni Rúmfatalagersins. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Starfsmaður í verslun Rúmfatalagersins við Bíldshöfða hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Allir starfsmenn Rúmfatalagersins sem hafa verið í samskiptum við umræddan starfsmann hafa verið sendir í sóttkví í samráði við rakningarteymi almannavarna. 

Versluninni á Bíldshöfða var tafarlaust lokað og verður lokuð til morguns á meðan farið verður í að sótthreinsa verslunina. Gert er ráð fyrir að verslunin opni aftur í fyrramálið og munu starfsmenn úr öðrum verslunum standa vaktina. 

Eftir að smitið kom upp var strax sett af stað viðbragðsáætlun sem felur m.a. í sér algjöra sótthreinsun verslunarinnar og enn ítarlegri þrif en krafist er. Rúmfatalagerinn biður viðskiptavini velvirðingar á þessu og þakkar um leið skjót og skilvirk vinnubrögð rakningarteymisins.

mbl.is