Önnur konan til að gegna stöðunni í sögu NATO

Bryndís Kjartansdóttir.
Bryndís Kjartansdóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Bryndís Kjartansdóttir tók í dag við starfi skrifstofustjóra öryggis- og varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. 

Arnór Sigurjónsson gegndi áður starfinu. 

Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að um nokkur tímamót sé að ræða þar sem Bryndís verður þar með önnur konan í ríflega sjötíu ára sögu Atlantshafsbandalagsins til að gegna stöðu æðsta embættismann aðildarríkis á sviði varnarmála. 

Í hinum aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins eru það jafnan yfirmenn heraflans, herráðsforingjar, sem gegna stöðunni en þar sem Ísland er herlaust land er þetta hlutverk á hendi skrifstofustjóra öryggis- og varnarmálaskrifstofu. 

Alenka Ermenc, undirhershöfðingi í slóvenska hernum, varð árið 2018 fyrst kvenna æðsti embættismaður aðildarríkis á sviði varnarmála í aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Bryndís fetar nú í fótspor hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert