Reynt til þrautar að ná samningum

Valkostirnir við vegabætur á Vestfjarðavegi.
Valkostirnir við vegabætur á Vestfjarðavegi. mbl.is

Vegagerðin mun halda áfram með þá vegagerð á Vestfjarðavegi sem búið er að undirbúa, það er í Gufufirði og þverun Þorskafjarðar, og áfram verður unnið að undirbúningi nýs vegar yfir Gufufjörð og Djúpaförð og um Teigsskóg. Ekki hafa tekist samningar við landeigendur á síðastnefnda svæðinu.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru nokkurra aðila til ógildingar á framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur gaf út til handa Vegagerðinni vegna nýs vegar á milli Skálaness og Bjarkalundar. Vegagerðin fagnar niðurstöðu nefndarinnar.

10 kílómetra stytting

Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að nú hafi Vegagerðin gilt framkvæmdaleyfi og muni vinna í samræmi við það. Framkvæmdir eru þegar hafnar við stuttan kafla í Gufufirði, kafla sem nýtast mun umferðinni að miklu leyti, hvernig sem fer með aðalframkvæmdina. Hann segir stefnt að því að bjóða út í haust eða fyrrihluta vetrar fyrsta stóra áfangann sem er þverun Þorskafjarðar. Tekur hann fram að samningum við landeigendur sé ekki að fullu lokið en bindur vonir við að þeir takist á næstunni. Sú framkvæmd styttir leiðina um 10 km.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »