Lögregla kannast ekki við upplýsingar um morð

Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Þórunn Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar Jónssonar sem saknað hefur verið síðan í febrúar í fyrra, segir í tilkynningu á facebooksíðu sinni að hvorki tengiliðir fjölskyldu Jóns Þrastar hjá lögreglunni á Írlandi né lögreglunni á Íslandi kannist við þær upplýsingar sem fram koma í frétt írska blaðsins Sunday Independent, þar sem fullyrt er að Jón Þröstur hafi verið myrtur af Íslendingi.

Hvergi í frétt Sunday Independent er getið nokkurra heimilda og segir Þórunn fréttaflutning íslenskra miðla upp úr frétt írska blaðsins virða hagsmuni fjölskyldu Jóns að vettugi.

Karl Steinar Valsson hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir að hann geti einungis staðfest að hérlend lögregluyfirvöld séu í samvinnu við lögregluna í Írlandi. Unnið sé upp úr þeim göngum og ábendingum sem lögreglu berist. Að öðru leyti verði írska lögreglan að svara fyrir málið.

Jóns Þrastar hefur verið saknað síðan síðast sást til hans í Dublin hinn 9. febrúar í fyrra.

Í tilefni af fréttum af máli bróður míns þá höfum við haft samband við lögregluna á Írlandi og Íslandi og hvorugur...

Posted by Thorunn Jonsdottir on Sunnudagur, 4. október 2020


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert