Telja Jón Þröst hafa verið myrtan af Íslendingi

Jón Þröstur Jónsson hvar í Dublin í fyrra.
Jón Þröstur Jónsson hvar í Dublin í fyrra.

Írski fjölmiðillinn Sunday Independent staðhæfir í umfjöllun sinni í dag að Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf á Írlandi 9. febrúar í fyrra eftir að hafa tekið spilað póker í Dublin, hafi verið myrtur af öðrum Íslendingi sem hafi átt þá fjármuni sem Jón tapaði í spilunum. Segir blaðið að um sé að ræða íslenskan glæpamann sem hafi fyrir slysni myrt Jón kvöldið örlagaríka.

Upplýsingarnar um þetta bárust til fjölskyldu Jóns frá öðrum manni sem situr nú í fangelsi á Íslandi að sögn blaðsins. Vísir greindi fyrstur íslenskra miðla frá þessum vendingum í málinu.

Ekki náðist í Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna málsins, en hann segir við Vísi að ýmsir þættir málsins séu til skoðunar og lögreglan sé í sambandi við yfirvöld á Írlandi sem fara með rannsókn málsins.

Jón Þröst­ur fór til Dublin til að taka þátt í pókermóti í byrj­un fe­brú­ar. Unn­usta hans, Jana Guðjóns­dótt­ir, var með í för og höfðu þau hugsað sér að skoða borg­ina sam­an að mót­inu loknu. Rann­sókn máls­ins hafði í langan tíma lítið sem ekk­ert miðað áfram frá því björg­un­ar­sveit kembdi leit­ar­svæði í borg­inni í byrj­un mars á síðasta ári og ábend­ing barst um að Jón Þröst­ur hefði mögu­lega ferðast með leigu­bíl. 

Fjölskylda Jóns Þrastar hefur frá upphafi lagt sig fram við að reyna að upplýsa hvarf Jóns og hefur reglulega verið í samskiptum við lögregluna í Dublin. Flutti bróðir Jóns meðal annars tímabundið til Dublin vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert