Jafnvel aukning smita á næstunni

Sundlaugum verður lokað, keppnisstarfi í íþróttum verður hætt á höfuðborgarsvæðinu og grímuskylda verður hert. Þetta er á meðal þess sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til við heilbrigðisráðherra vegna fjölgunar smita undanfarna daga. Nú fer ráðuneytið yfir tillögurnar og útfærir inn í reglugerð. 

Önnur dæmi um tillögur eru: 

  • Tveggja metra regl­an taki aft­ur gildi á höfuðborg­ar­svæðinu
  • Fjölda­tak­mörk verði ennþá 20 manns. 50 manna fjölda­tak­mörk tak­mörk við út­far­ir og 30 manna tak­mörk í há­skól­um og fram­halds­skól­um
  • Afgreiðslu­tími veit­inga­húsa verði til klukk­an 21 en ekki 23.

Í myndskeiðinu er rætt við Þórólf eftir upplýsingafund almannavarna fyrr í dag. Hann segir að fólk þurfi að búa sig undir að sjá háar tölur smita á næstu dögum áður en kúrfan fari að fletjast að nýju.

Hann segist jafnframt geta séð fyrir sér að leikurinn mikilvægi við Rúmena í umspili EM ætti að geta farið fram á fimmtudag þrátt fyrir aðgerðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert