Minni þolinmæði fyrir aðgerðunum

„Það eru allir orðnir mjög þreyttir á þessu og við finnum það alveg að þolinmæðin fyrir aðgerðunum hefur minnkað,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hins vegar segir hann að næstu skref séu mikilvæg og árangur þeirra ætti að birtast eftir viku. 

Það var þungt hljóð í þeim Víði og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á sérstökum upplýsingafundi almannavarna sem haldinn var í dag vegna þeirra 99 smita sem greindust í gær. Á fundinum voru kynntar tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnaaðgerðir sem heilbrigðisráðherra mun taka afstöðu til. Áður hafði Víðir kynnt þau tilmæli lögreglunnar sem eiga við um höfuðborgarsvæðið.

Þetta kemur einungis degi eftir að hertar aðgerðir voru kynntar og því hefur útlitið breyst hratt til hins verra á nokkrum sólarhringum.

Víðir ræddi við mbl.is að loknum fundinum um framhaldið næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert