Skjálftahrina norður af Gjögurtá

Kort Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftahrina hófst á fimmta tímanum í morgun norðaustur af Gjögurtá. Klukkan 5:47 reið yfir skjálfti sem mældist 4 stig en aðeins 10 mínútum áður mældist skjálfti upp á 3,8 stig.

Klukkan 5:35 varð skjálfti upp á 3,7 stig og 5:31 varð skjálfti sem mældist 3,5 stig. Alls hafa mælst fimm jarðskjálftar á þessum slóðum á rúmri klukkustund sem allir eru þrjú stig eða meira. Upptök skjálftanna eru um 4 km norðaustur af Gjögurtá.

Bætt við klukkan 6:20 

Samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands fundust skjálftarnir víða á Norðurlandi en rúmlega 30 minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar stóru skjálftanna. Skjálftinn sem var fjögur stig er stærsti skjálfti sem hefur mælst á þessu svæði frá 8. ágúst en þá varð skjálfti af stærðinni 4,6 stig um 11 km NV af Gjögturtá. Skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á þessu svæði frá því í júní og eru þessir skjálftar hluti af þeirri virkni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert