Miðað við eldri en 15 ára

Tveggja metra reglan hefur tekið gildi að nýju á höfuðborgarsvæðinu.
Tveggja metra reglan hefur tekið gildi að nýju á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mjög margar þeirra hertu sóttvarnareglna sem settar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu miðast við einstaklinga fædda fyrir árið 2005, það er fyrir þá sem eru eldri en 15 ára. Jafnframt gilda þær fyrir höfuðborgarsvæðið en óbreyttar reglur gilda annars staðar á landinu.

Íþrótta-, tóm­stunda- og æsku­lýðsstarf fyr­ir börn fædd 2005 og síðar er heim­ilað. Tveggja metra nánd­ar­mörk gilda ekki um börn fædd 2005 eða síðar og þeim er ekki gert að bera grímu. 

Viðskipta­vin­um versl­ana verður skylt að bera and­lits­grím­ur ef ekki er hægt að tryggja a.m.k. tvo metra á milli ein­stak­linga sem ekki eru í nán­um tengsl­um.

Starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ing­ar, eða ef hætta er á snert­ingu milli fólks eða mik­ill­ar ná­lægðar, er óheim­il. Þetta á við svo sem um hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stof­ur, húðflúr­stof­ur og aðra sam­bæri­lega starf­semi. Fram­an­greint á þó ekki við um starf­semi heil­brigðis­starfs­fólks við veit­ingu heil­brigðisþjón­ustu en í þeim til­vik­um er skylt að nota and­lits­grím­ur.

Þrjátíu manna fjöldatakmarkanir gilda og tveggja metra nándartakmörkun gilda í …
Þrjátíu manna fjöldatakmarkanir gilda og tveggja metra nándartakmörkun gilda í framhalds- og háskólum. Þar sem að hvorki verður hægt að bjóða upp á fjarkennslu né tveggja metra nálægðartakmörk er notkun á andlitsgrímum skylda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðskiptavinum og vagnstjórum er skylt að bera andlitsgrímur í strætó. Viðskiptavinir sem eru ekki með andlitsgrímu fá ekki aðgang í strætó á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni.

Það er ekki á ábyrgð vagnstjóra að skoða hvernig grímu viðskiptavinurinn ber, svo lengi sem gríman hylur nef og munn. Vagnstjórum er ekki ætlað að hafa afskipti af viðskiptavinum sem virða ekki fjarlægðarmörk eða taka af sér grímuna um borð í vagninum. Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir eigin sóttvörnum. Börn fædd 2005 og yngri eru undanþegin grímuskyldu í strætó að því er segir í tilkynningu á vef Strætó.

Hertar aðgerðir fela í sér:

  • Íþróttir og líkamsrækt innandyra óheimil: Líkamsrækt, íþróttastarf og sambærileg starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér, er óheimil innandyra.
  • Íþróttir utandyra: Íþróttir utandyra eru heimilar en áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra skulu ekki vera fleiri en 20 í hverju rými. Fjöldi áhorfenda miðaðist áður við 100 í hverju rými. Áhorfendur skulu jafnframt bera grímu og sitja í merktum sætum. 
  • Nálægðarmörk 2 metrar: Nálægðarmörk verða 2 metrar. Það á einnig við í öllum skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar.
  • Sund- og baðstaðir: Sund- og baðstöðum verður lokað 

Börn fædd 2005 og síðar:

  • Skólasund: Þrátt fyrir lokun sundstaða er heimilt að halda úti skólasundi fyrir börn fædd 2005 og síðar.
  • Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir barna sem eru fædd 2005 og síðar er  heimil. 
  • Keppnisviðburðir: Keppnisviðburðir barna sem fædd eru 2005 og síðar þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir.
  • Nálægðar- og fjöldamörk: Líkt og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.

Minnisblað sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra féllst á í gærkvöldi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert