Bygging hafin á 843 nýjum íbúðum í Reykjavík í ár

Yfirlit um fjölda nýrra íbúða og byggingarmagn á 3. ársfjórðungi …
Yfirlit um fjölda nýrra íbúða og byggingarmagn á 3. ársfjórðungi 2020 sýna að bygging er hafin á 815 íbúðum í fjölbýlishúsum, 20 í tvíbýlishúsum og 8 einbýlishúsum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samþykkt byggingaráform í Reykjavík á þessu ári sýna að bygging er nú þegar hafin á mun fleiri íbúðum en allt árið í fyrra. Samanteknar tölur frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík sýna að á fyrstu þremur ársfjórðungum 2020 hefur hafist bygging á 843 nýjum íbúðum í borginni samkvæmt útgefnum byggingarleyfum, að því er Reykjavíkurborg greinir frá.

Fram kemur, að þetta sé aukning upp á 35 íbúðir frá því í fyrra en allt árið 2019 voru samþykkt byggingaráform fyrir 808 nýjar íbúðir.

Þá segir, að yfirlit um fjölda nýrra íbúða og byggingarmagn á 3. ársfjórðungi 2020 sýni að bygging se hafin á 815 íbúðum í fjölbýlishúsum, 20 í tvíbýlishúsum og 8 einbýlishúsum.

„Tölurnar sýna að uppbygging íbúða í borginni er á fullu skriði og hefur sjaldan verið meiri þrátt fyrir COVID-19.

Frá 2015 – 2019 hafa samþykkt byggingaráform í Reykjavík verið að meðaltali 1000 íbúðir á ári sem er mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir í tilkynningu frá borginni. 

Framundan er árlegur fundur borgarstjóra þar sem farið verður nákvæmlega yfir íbúðauppbyggingu í borginni.

mbl.is