Þrír ráðherrar í hópi efasemdamanna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru sagðar …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eru sagðar tilheyra efasemdafólki innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það á hins vegar ekki við um Ásmund Einar en ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna standa sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óeining er innan þingmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra, ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þrír ráðherrarSjálfstæðisflokksins verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig nefndur í frétt Fréttablaðsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig nefndur í frétt Fréttablaðsins. mbl.is/Eggert

Ráðherrar bæði Framsóknarflokks og Vinstri grænna standi hins vegar sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra.

Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að dregið hafi úr óeiningu um aðgerðirnar allra síðustu daga vegna þess á hve miklu skriði faraldurinn er. Hins vegar hafi vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna f lokksins að heilbrigðisráðherra hafi samþykkt nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn eins og venjan hefur verið.

Frétt Fréttablaðsins heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert