Lést þegar húsbíll brann

Aðstandendum mannsins hefur verið tilkynnt um málið.
Aðstandendum mannsins hefur verið tilkynnt um málið.

Rannsókn hefur leitt í ljós líkamsleifar í húsbílnum sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu í dag. Talið er að leifarnar séu af manni á fertugsaldri og hefur aðstandendum hans verið tilkynnt um málið.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Tekið er fram að nokkurn tíma muni taka að staðfesta með fullri vissu auðkenni mannsins.

Lögreglu barst tilkynning um klukkan 13.30 í dag um brunann, og kom í kjölfarið að illa útleiknum húsbíl á vettvangi eftir brunann.

Eldsupptök ókunn

Eldsupptök eru til rannsóknar og eru ókunn að svo stöddu, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Biður hún þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi eða búa yfir upplýsingum sem þeir telja að kunni að skipta máli við rannsóknina að hafa samband í síma 444-2000, á Facebook eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert