Krýsuvíkurkirkja komin á grunn

Verkið var vel undirbúið og framkvæmdin gekk fullkomlega upp.
Verkið var vel undirbúið og framkvæmdin gekk fullkomlega upp. Ljósmynd/Sigurjón Pétursson

„Því fylgdi feginleiki að sjá kirkjuna setta niður á hólnum og stundin var tilfinningaþrungin,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju.

„Næst á dagskrá er að kirkjan verði vígð af biskupi Íslands, sem verður þá helst að gerast þegar reglur um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir verða rýmkaðar. Tímarnir nú eru sérstakir.“

Allt gekk eins og í sögu þegar nýja kirkjan í Krýsuvík var sett á sinn stað á laugardagsmorgun. Á þeim tíma var stillt veður á staðnum, eins og þurfti svo hífa mætti kirkjuna af vörubílspalli á sökkla sína.

Þar smellapassaði guðshúsið, enda smíðað eftir nákvæmum mælingum af kirkjunni sem þar stóð fyrir og brann til grunna fyrir um tíu árum. Nemendur í trésmíði við Tækniskólann í Hafnarfirði önnuðust smíðina, alls um 140 manns. Hrafnkell Marinósson, kennari við skólann, stýrði verkefninu, sem margir fleiri komu að. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert