Óbreytt staða í Grímsvötnum

Eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli.
Eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli. mbl.is/RAX

Staðan í Grímsvatnaöskjunni er óbreytt frá því sem var 30. september þegar Veðurstofan hækkaði viðbúnaðarstig fyrir flug úr grænu í gult.

Hægt hefur á hækkun vatnsyfirborðs í Grímsvötnum frá því sem var í sumar þegar leysingar voru meiri og skjálftavirkni hefur ekki breyst.

Einar Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að litakóðinn sé í fjórum stigum. Gult sé næstlægsta stig hans. Hann segir að tilgangur hækkaðs viðbúnaðarstigs sé að láta fluggeirann vita að virkni sé heldur meiri en venjulega og að breytingar kunni að vera í aðsigi. Ekki er þó bannað að fljúga yfir Grímsvötn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þegar viðbúnaðarstigi fyrir flug var breytt fyrir tæplega tveimur vikum voru mælingar að nálgast þau gildi sem sáust fyrir síðasta eldgos í Grímsvötnum en það var árið 2011. Er því búist við jökulhlaupi. Gos fylgja stundum í kjölfarið en geta líka hafist án þess að jökulhlaup komi á undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert