Þrifið strax

Verið er að þvo vegg við Skúlagötu í Reykjavík: „Hvar …
Verið er að þvo vegg við Skúlagötu í Reykjavík: „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ stóð skrifað. Ljósmynd/Aðsend

Verið er að þrífa áletrun á vegg sem stendur við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur. „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ stendur á veggnum og hefur staðið frá því á laugardaginn, þannig að samtals lifði áletrunin tvo sólarhringa.

Veggurinn stendur við sjávarútvegsráðuneytið og hefur löngum verið þakinn veggjakroti. Fyrst nú hefur verið ráðist í að þrífa hann sérstaklega, að sögn talsmanna nýrrar stjórnarskrár á Instagram.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, birtir mynd af veggnum á Facebook, fyrir og eftir að hann var skreyttur nýju skilaboðunum. „Hér er útskýring á því hvað má og hvað má ekki,“ skrifar hann.

View this post on Instagram

Fegurðin í boði @skiltamalun og félaga 🙏 Ljósmynd: Þórsteinn Sigurðsson @doddi_digital

A post shared by Nýja stjórnarskráin (@nyjastjornarskrain) on Oct 10, 2020 at 1:46pm PDT

mbl.is