Gestir Kringlunnar grímuklæddir

Gestir Kringlunnar með grímur.
Gestir Kringlunnar með grímur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margir þeirra sem lögðu leið sína í Kringluna í gær báru andlitsgrímur en Kringlan mælist til þess að fólk beri andlitsgrímur í verslunum verslunarmiðstöðvarinnar.

Í reglugerð heilbrigðisráðherra vegna útbreiðslu kórónuveirusmita á höfuðborgarsvæðinu eru viðskiptavinir ákveðinna verslana skyldaðir til að bera andlitsgrímur. Slík grímuskylda er einungis í verslunum þar sem ekki er hægt að tryggja að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vakti athygli á því í vikulegum pistli sínum í gær að andlitsgrímur sæjust víða úti í náttúrunni. Forsetinn hvatti fólk til að henda andlitsgrímum í ruslið að notkun lokinni en huga að smitvörnum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »