Kröfur um 45 svæði

Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins.
Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins.

Ríkið gerir kröfu um að 45 svæði á norðanverðum Vestfjörðum, í Ísafjarðarsýslum, verði úrskurðuð þjóðlendur.

Þar undir falla meðal annars hin bröttu fjöll Vestfjarða og hálend svæði, Drangajökull og stór svæði í Hornstrandafriðlandi.

Óbyggðanefnd áætlar að úrskurða um þjóðlendur í Barðastrandarsýslum fyrir lok árs og á næsta ári í Ísafjarðarsýslum. Þá eru eftir tvö svæði á landinu.

Áætlað er að taka Austfirði fyrir í lok þessa árs og svæði 12 sem eru eyjar og sker við landið á næsta ári. Eftir að síðasti úrskurður hefur verið kveðinn upp verður hægt að ljúka störfum óbyggðanefndar árið 2024, að því er fram kemur í fréttaskýringu um störf óbyggðanefndar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert