Þrír á gjörgæslu og einn í öndunarvél

Ljósmynd/Landspítalinn

Alls eru 22 sjúklingar nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þeir hafa alls verið 48 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins. Þar af eru þrír á gjörgæslu og einn í öndunarvél.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans. 

Þar segir enn fremur, að nú séu 1.059 sjúklingar í eftirliti Covid-19 göngudeildar. Þá eru 79 starfsmenn í sóttkví A og 26 starfsmenn eru í einangrun.

mbl.is