Smit kom upp í Alþjóðaskólanum

Alþjóðaskólinn er staðsettur í Garðabæ.
Alþjóðaskólinn er staðsettur í Garðabæ. mbl.is

Tæplega fjörtíu nemendur og þrettán starfsmenn við Alþjóðaskólann á Íslandi hafa verið settir í sóttkví eftir að starfsmaður við skólann greindist með kórónuveiruna. 

Hanna Hilmarsdóttir, skólastjóri, segir að nemendurnir séu í þriðja, fjórða, níunda og tíunda bekk. 

„Það fóru allir í úrvinnslusóttkví á meðan verið var að vinna að smitrakningu og síðan í framhaldi fóru tæplega 40 nemendur í sóttkví og þrettán starfsmenn. Við erum með heimakennslu á meðan svo þau fá kennslu á meðan, sem betur fer er restin af starfshópnum hraustur enn sem komið er,“ segir Hanna. 

Starfsmaðurinn greindist á mánudag, en þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví fara í sýnatöku á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert