5,7 milljarða styrkur sem slær öll met

Júlíus Friðriksson
Júlíus Friðriksson

Dr. Júlíus Friðriksson talmeinafræðingur hefur undanfarna tvo áratugi stundað rannsóknir á málstoli í kjölfar heilablóðfalls í Bandaríkjunum með ágætum árangri.

Í takt við þann árangur hafa verkefni hans verið ríkulega styrkt í gegnum tíðina og Júlíusi telst til að frá því að hann hóf rannsóknir hafi hann tekið á móti styrkjum fyrir um það bil 41 milljón bandaríkjadala, andvirði 5,7 milljarða íslenskra króna.

„Ég hef verið mjög heppinn. Ég held að ég hafi fengið fyrsta styrkinn minn fyrir 20 árum og síðan hef ég verið að fá stærri og stærri styrki. Þetta er auðvitað fyrst og fremst vegna þess að ég er með mjög góða samstarfsmenn og góða nemendur,“ segir Júlíus í samtali í  Morgunblaðinu í dag.

Í vikunni hlaut rannsóknarverkefni Júlíusar um málstol framhaldsstyrk frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (NIH). Verkefnið hafði þegar fengið 11,5 milljónir dala árið 2016 og nú bættust við aðrar 12,5. Því er alls um að ræða 24 milljónir dala eða rúmlega 3,3 milljarða íslenskra króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »